spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Óþekku strákarnir

Föstudagstopplistinn: Óþekku strákarnir

Föstudagstopplistinn er að þessu sinni um óþekku strákana í bardagalistum. Allir nema einn eru úr MMA en ekki var hægt að sleppa aðal óþekka stráknum úr sparkboxi.  Það er einfaldlega fáranlegt af atvinnubardagamönnum að lenda í götuslagsmálum og MMA fréttir fordæmir hegðun þessara manna.

10. Nate Diaz

Eiginlega bæld útgáfa af bróðir sínum en jafn harður þó. Hefur gaman að því að nota milli fingurinn eins og bróðir sinn og segir það sem hann hugsar. Er ekki mikið fyrir að fela ást sína á kannabis reykingum líkt og bróðir sinn.

9. Tito Ortiz

Ortiz hefur átt í mörgum orðaskiptum við þekkta bardagamenn og hefur átt í löngum deilum við forseta UFC, Dana White. Hann hefur einnig lent í götuslagsmálum (m.a. gegn Lee Murray, sjá hér) og eyðilagði bíl sinn eftir ölvunarakstur. Fyrrum eiginkona hans er klámstjarnan Jenna Jameson en saman eiga þau tvíbura. Hjónabandið var ekki beint dans á rósum og eiga þau núna í leiðinlegri forræðisdeilu sem hefur því miður ratað í samfélagsmiðla.

nick-diaz1

8. Nick Diaz

Stockton 209. Diaz segir það sem hann hugsar og gerir það sem hann vill. Hann hefur átt í nokkuð mörgum orðaskiptum við marga bardagakappa, hefur fallið á lyfjaprófum (vegna kannabis reykinga), hefur misst af blaðamannafundum, lamið Jason Miller í beinni útsendingu þegar hann var ekki að keppa og notar milli fingurinn við hvert tilefni. Hann féll á lyfjaprófi eftir sigurinn gegn Takenori Gomi þar sem marijúana fannst í blóði hans en hann var undir áhrifum í bardaganum! Hann átti að mæta Braulio Estima í glímu til styrktar góðs málefnis en mætti ekki.

7. Paul Daley

Götustrákur frá Bretlandi sem hefur komið sér í alls kyns vandræði utan sem innan búrsins. Árið 2010 barðist hann við Josh Koscheck en eftir að bardaginn kláraðist réðst hann á Josh Koscheck en var haldið frá af dómara. Koscheck á víst að hafa hvíslað ófögrum orðum um Daley og kærustu hans í bardaganum en það afsakar ekki hegðun Daley. Daley var umsvifalaust rekinn úr UFC eftir þetta atvik. Daley hefur einnig verið þekktur í Bretlandi fyrir að lenda í slagsmálum á götunni og gat ekki keppt í Bellator þar sem hann fékk ekki landvistarleyfi vegna dómsmáls.

gilbert-yvel-7
Gilbert Yvel

6. Gilbert Yvel

Líklegast væri hægt að skrifa langa grein um heimskupör Yvel. Hann hefur bitið andstæðinga, vísvitandi potað í augunum á þeim en það allra versta var þegar hann rotaði dómara!

5. War Machine

Hann hét Jonathan Koppenhaver og breytti nafni sínu í War Machine, það segir meira en 1000 orð og er hreinlega ótrúlegt. Hann sat í fangelsi í 2 ár fyrir mismunandi ofbeldisverk og hefur leikið í klámmyndum. Hann hefur einnig sýnt afar heimskulega hegðun á Twitter þegar hann grínaðist með að slá kærustu sína (klámmyndaleikkonuna Christy Mack) og hlaut mikið last fyrir.

4. Maiquel Falcao

Falcao barðist einn bardaga í UFC þar sem hann sigraði Gerald Harris. Eftir að upp komst að hann hefði setið inni 8 árum fyrr fyrir að ráðast á konu var samningi hans rift. Falcao vann sér inn engar vinsældir með slagsmálum á bensínstöð í Brasilíu sem enduðu vægast sagt óhugnanlega.

ThiagoSilvaMugshot

3. Thiago Silva

Var handtekinn fyrr á árinu fyrir að hóta fyrrum eiginkonu sinni og kærasta hennar, glímumanninum Pablo Popvitch en nánar má lesa um það hér: Sagan af Thiago Silva

2. Lee Murray

Lee Murray á margar líkamsárásir að baki en það sem stendur upp úr er eitt stærsta bankarán í sögu Bretlands. Nánar má lesa um það hér: Sagan af Lee Murray

Badr Hari

1. Badr Hari

„The Bad Boy of Kickboxing“ á Hari með kjafti og klóm. Hari er frábær sparkboxari en hann á í miklum vandræðum með skap sitt. Hann hefur slegist stuttu fyrir bardaga, sparkað í hausinn á liggjandi manni eftir að hafa kýlt hann niður inn í hringnum og hlotið margar ákærur fyrir ofbeldisverk utan hringsins. Ein sagan segir að hann hafi brotið löppina á eiganda næturklúbbs með einu sparki og önnur saga segir að umsvifamikill heróín sali hafi fylgt honum á leið í hringinn fyrir sparkbox keppni!

Einnig var saga um að maður sem hélt á belti hans inn í sparkbox keppni væri umsvifamikill heróín sali.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular