spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJón Viðar Arnþórsson: Aldrei séð Gunna svona spenntan fyrir bardaga (Seinni hluti)

Jón Viðar Arnþórsson: Aldrei séð Gunna svona spenntan fyrir bardaga (Seinni hluti)

Gunnar Nelson
Mynd af Instagram síðu Jóns Viðars.

Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch á UFC 189 í kvöld. Í þessum seinni hluta viðtals okkar við Jón Viðar Arnþórsson förum við yfir bardagann gegn Thatch í kvöld.

Í fyrri hluta viðtals okkar við Jón Viðar Arnþórsson, forseta Mjölnis, fórum við yfir upphaf ferils Gunnars. Jón Viðar var sá sem kynnti Gunnari fyrir glímunni á sínum tíma.

Gunnar Nelson tapaði sínum síðasta bardaga gegn Rick Story í fyrra. Í kvöld verða níu mánuðir frá þeim bardaga en hver er helsti munurinn á Gunnari núna og í október í fyrra?

„Helsti munurinn er sá að hann er í betra jafnvægi andlega og líður rosalega vel. Ég hef aldrei séð hann svona spenntan fyrir bardaga og núna. Hann var kominn í ákveðna rútínu, alltaf að vinna, en núna er búið að lifna aðeins yfir honum og kominn meiri metnaður í æfingarnar. Hann hefur meira gaman af því að æfa og hefur meira gaman af sportinu aftur,“ segir Jón Viðar sem hefur þekkt Gunnar um langt skeið.

Gunnar æfði karate eins og alþekkt er og stendur oft í þessari karate fótastöðu. „Hann er líka núna farinn back to basics. Hann hefur æft karate og box en þegar hann stendur sig sem best í striking-inu þá er það þegar hann er að nota sína eigin tækni, það sem hann vill nota. Það er kannski ekki eitthvað beint úr karate eða boxi heldur ákveðnar sveifluhreyfingar í höggunum sem eru nátturulegar hreyfingar fyrir honum. Þegar hann nær þeim þá er mjög erfitt að sjá höggin koma. Þau koma úr skrítnum vinklum og eru alveg svakalega þung.“

„Hann er líka þannig í glímunni. Hann hefur aldrei viljað fara einhverja eina leið heldur vill hann finna sitt og læra á eigin líkama. Það er svona helsti munurinn í dag, hann er núna kominn aftur á það skrið að hlusta á sjálfan sig.“

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar hefur verið gagnrýndur fyrir að fá mikið af höggum í sig og er oft með hendurnar lágt niðri. Hvað veldur því að hann fái svona mörg högg í sig?

„Ég held að hann sé stundum of afslappaður og ekki nógu tense. Hans helsta vörn eru fótahreyfingarnar, að nota fjarlægðina og vera snöggur inn og út. En þegar hann verður pínu kærulaus og latur þá hættir hann að vinna með löppunum og þá er auðvelt að hitta hann þar sem hann er ekki með neitt svakalega þétta vörn uppi. Núna er hann farinn að hreyfa sig meira nátturulega og nær þannig að slippa höggin miklu betur. Ef hann verður þreyttur eða latur þá hættir hann svolítið að nota lappirnar sem er hans helsta vörn.“

Brandon Thatch er stórhættulegur standandi og hefur Gunnar aldrei mætt jafn hættulegum sparkboxara. Hvernig sér Jón Viðar fyrir sér að bardaginn fari fram standandi ef Gunnari tekst ekki að ná bardaganum í gólfið?

„Gunnar má alls ekki láta pressa sig við búrið. Hann verður að stjórna miðjunni eða dansa í kringum hann í miðjunni. Hann þarf að vera snöggur inn og út og má alls ekki skiptast á höggum við hann, allavega ekki fleiri en eitt til tvö högg og fara svo aftur út eða inn í clinchið.“

„Vinklarnir hans Gunna munu koma Thatch á óvart. Thatch hefur örugglega horft á síðasta bardaga þar sem Gunni var bara með þráðbein högg en núna er hann kominn með þessa vinkla aftur. Það getur verið mjög erfitt að sjá þessa vinkla og erfitt að countera höggin. Hann er sneggri en Thatch og ætti því að geta verið fyrr inn með höggið og höggin hans eru þung. Ég get alveg séð hann slá Thatch niður.“

Samkvæmt tölfræðinni er Gunni með fæst högg á mínútu af þeim bardagamönnum sem berjast á bardagakvöldinu en er með þriðju hæstu nákvæmnina. Hvað veldur því?

„Það er tvennt. Nákvæmin kemur mikið úr karate, þessar inn og út hreyfingar og að hitta akkúrat á þennan punkt. En það að hann slái sjaldnar er sennilega vegna þess að hann er oft lengi í gangi. Hann er ekki alveg vaknaður þegar hann kemur í búrið. Hann þarf oft eina lotu til að hann fari almennilega af stað.“

Brandon Thatch hefur klárað alla 11 sigra sína í fyrstu lotu og er að meðaltali aðeins 80 sekúndur að klára bardaga sína. Gunnar þarf því að vera vel vakandi í fyrstu lotu í kvöld.

„Gegn Thatch verðum við bara að passa að hann verði vakandi alveg frá fyrstu sekúndu þar sem Thatch er svo hættulegur í byrjun. Það þýðir ekkert að vera með hálfan hug í byrjun,“ segir Jón Viðar.

Bardaginn í kvöld verður æsispennandi og stefnir allt í frábæra viðureign. Bardagi Gunnars og Thatch er 2. bardaginn á aðalhluta UFC 189. Bardagi Gunnars ætti að hefjast í kringum 2:30 á íslenskum tíma.

Við hvetjum lesendur til að fylgjast með Mjölnisstrákunum á Mjölnissnappinu undir notendanafninu mjolnirmma.

Sjá einnig: Jón Viðar Arnþórsson: Gunni hatar að tapa (Fyrri hluti)

mjölnissnap

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular