spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í febrúar 2014

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í febrúar 2014

Eftir nokkuð rólegan janúar kemur febrúar eins og köld vatnsgusa. Strax 1. febrúar fáum við tvo titilbardaga og það er bara byrjunin. Við fáum tvo spennandi Rússa bardaga, endurkomu Rory MacDonald eftir tapið á móti Robbie Lawler og Ronda Rousey snýr aftur tæpum tveimur mánuðum eftir síðasta “armbar” á móti Tate.

dosanjoskhabilov

10. UFC 170 – 22. Febrúar, Rafael dos Anjos vs. Rustam Khabilov (léttvigt)

Það er hrikalega gaman að fylgjast með innrás Rússanna í UFC. Enginn veit hversu langt þeir geta farið en á meðan þeir eru að vinna verða andstæðingarnir stöðugt betri. Hér mætir Khabilov sínum erfiðasta andstæðingi á ferlinum. Í hans síðasta bardaga sigraði hann hinn reynda Jorge Masvidal á stigum en lenti í erfiðleikum. Brassinn dos Anjos er talsvert ofar á listanum í léttvigt en upphaflega hélt hann að hann myndi mæta öðrum Rússa, Khabib Nurmagamedov. Nurmagamedov er talsvert ofar í léttvigtini og hefði sá bardagi haft meiri merkingu í léttvigtinni. Dos Anjos hefur sigrað fimm bardaga í röð, síðast á móti Donald Cerrone.

Spá: Sigurgöngu Khabilov í UFC lýkur hér. Hann er efnilegur en dos Anjos er einfaldlega of góður. Segjum sigur eftir uppgjafartak í annarri lotu.

souzacarmont

9. UFC Fight night 36 – 15. febrúar, Ronaldo Souza vs. Francis Carmont (millivigt)

Það hafa margir beðið eftir endurkomu „Jacare“ Souza. Hann hefur unnið níu af síðust tíu bardögum og hefur aldrei litið betur út. Hver getur gleymt því hvernig hann afgreiddi Yushin Okami á hálfri lotu í september? Hér mætir hann mjög efnilegum Frakka sem hefur unnið ellefu bardaga í röð, síðast á móti Costa Philippou. Sigurvegarinn í þessum bardaga verður kominn með smjörþef af titlinum og gæti fengið tækifæri fljótlega.

Spá: Það verður áhugavert að sjá hversu góður Carmont er en þessi bardagi ætti að segja okkur það. Jacare ætti að vinna þennan bardaga, hann afgreiðir Carmont í þriðju lotu.

macdonald maia

8. UFC 170 – 22. febrúar, Rory MacDonald vs. Demian Maia (veltivigt)

Það áttu ekki margir von á að Rory myndi tapa fyrir Robbie Lawler í nóvember. Hann var ekki beinlínis laminn en hann tapaði og Rory þarf að hugsa upp á nýtt hvernig hann nálgast bardaga. Hann tapaði af því að hann hikaði of mikið og var ekki nógu árásagjarn. Vandamálið við þennan bardaga er að Rory ætti að vera miklu betri standandi og hann gæti haldið Maia frá sér og gert þetta leiðinlegt eins og á móti Jake Ellenbergar. Það sem heldur voinni um góðan bardaga lifandi er að Maia hefur lagt aukna áherslu á sinn helsta styrkleika, jiu jitsu, í sínum síðustu bardögum. Hann mun þurfa að stökkva á Rory og draga hann í gólfið til að sigra þennan bardaga.

Spá: Maia mun reyna en MacDonald mun verjast og stjórna bardaganum standandi. Rory sigrar á stigum.

Mir-vs-Overeem

7. UFC 169 – 1. febrúar, Alistair Overeem vs. Frank Mir (þungavigt)

Síðast þegar Mir eða Overeem unnu bardaga var árið 2011 (Mission: Impossible – Ghost Protocol var í bíó). Báðir verða hreinlega að vinna til að vera teknir alvarlega í UFC.

Spá: Það er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Frank Mir getur unnið þennan bardaga. Stærsti styrkleiki Overeem eru hnéspörk úr “clinchinu” en “clinchið er einmitt stærsti veikleiki Mir (sjá bardaga gegn Carwin, Barnett og seinni bardaginn gegn Lesnar). Overeem er mikið betri standandi og hann er það reyndur (og stór) að það verður erfitt fyrir Mir að ná honum niður og enn erfiðara að ná honum í uppgjafartak. Þessi bardagi verður stuttur, The Reem rotar Mir í fyrstu lotu.

John-Lineker-Ali-Bagautinov

6. UFC 169 – 1. febrúar, John Lineker vs. Ali Bagautinov (fluguvigt)

Þetta er bardagi sem fáir eru að tala um en enginn ætti að missa af. Þetta verður fyrsti bardaginn á aðalkvöldinu (main card) núna á laugardaginn. Linaker og Bagautinov eru tveir af þeim bestu í sínum þyngdarflokki. Báðir eru rotarar og almennt harðjaxlar. Þetta ætti að verða rosalegt stríð og hver veit hver vinnur??

Spá: Eftir mikla baráttu þreytist Lineker í þriðju lotu. Ali tæklar hann í gólfið og klára með höggum.

Ronda-Rousey-mcmann

5. UFC 170 – 22. febrúar, Ronda Rousey vs. Sara McMann (bantamvigt)

Það er gaman að sjá Rousey berjast svona fljótt aftur. Þessi bardagi er áhugaverður af því að báðar eru ósigraðar og báðar eru ólympíufarar. Rousey vann brons í júdó á ólympíuleikunum árið 2008, Mcmann vann silfur í glímu á ólympíuleikunum árið 2004.

Spá: MMA er hvorki júdó né glíma og Rousey er betri í MMA. McMann er efnileg en hún er ekki tilbúin í þennan bardaga. Bardaginn endar eins og allir Rousey bardagar…..ARMBAR!

machida mousasi

4. UFC Fight night 36 – 15. febrúar, Lyoto Machida vs. Gegard Mousasi (millivigt)

Það þekkja ekki allir Mousasi en hann er einn besti og reynslumesti bardagamaðurinn í millivigt. Ferillinn hans er 34 sigrar á móti aðeins 3 töpum og 2 jafnteflum. Hann hefur sigrað menn eins og Hector Lombard, Jacare Souza og Mark Hunt! Machida þarf varla að kynna. Þarna munu tveir af bestu “strikerum” í MMA etja kappi og verður afar fróðlegt að sjá hvor hefur betur. Þetta gæti orðið leiðinlegur bardagi þar sem Machida mun treysta á gagnárásir á meðan Mousasi verður varkár með sína frábæru stungu en gæti líka orðið algjör veisla fyrir augað.

Spá: Machida er fyrrverandi UFC meistari og einn erfiðasti andstæðingur sem hægt er að hugsa sér í þyngri flokkunum. Mousasi mun valda honum vandræðum en Machida sigrar á stigum.

Rashad-Evans-Daniel-Cormier

3. UFC 170 – 22. febrúar, Rashad Evans vs. Daniel Cormier (létt þungavigt)

Þessi bardagi er frekar skrítinn. Evans er nýbúinn að berjast við vin sinn og vinnufélaga, Chael Sonnen, og nú þarf hann að gera það aftur. Stílarnir gera þennan bardaga áhugaverðan. Báðir eru frábærir glímukappar sem gæti reyndar þýtt að þeir jafna hvorn annan út og bardaginn verður leiðinlegur. Þetta gæti orðið eins og bardagi Evans á móti Phil Davis, en í þeim bardaga hafði Evans betur í glímunni, þrátt fyrir að Davis hafi átt mun betri feril í glímunni áður en þeir héldu í MMA. Eins og flestir vita keppti Cormier á Ólympíuleikunum í glímu og er einn besti glímumaður sem stigið hefur fæti í átthyrninginn.

Spá: Þetta er þriggja lotu bardagi sem er sennilega of stutt. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við með einn þann besta í léttþungavigt á móti einum þeim besta í þungavigt. Cormier sigrar á stigum.

urijah-faber-vs-renan-barao

2. UFC 169 – 1. febrúar, Renan Barão vs. Urijah Faber (bantamvigt)

Það er auðvelt að finna til með Urijah Faber. Hann vinnur bókstaflega alla bardaga sem eru ekki titilbardagar. Oftast gjörsigrar hann anstæðing sinn og áður en við vitum af er hann farinn að berjast um titil aftur. Barão, líkt og Faber, hefur verið að jarða hvern andstæðing á fætur öðrum. Það er mjög leiðinlegt að við fáum ekki að sjá hann á móti Dominick Cruz en annar bardagi við Faber er góð redding með þriggja vikna fyrirvara.

Spá: Faber hefur talað um að vera árásagjarnari og hann mun þurfa að vera það til að sigra Barão. Í fyrsta bardaganum á milli þeirra stóð hann sig vel en Barão náði að stjórna meirihluta bardagans og sigraði með yfirburðum. Í þetta skipti verður um jafnari bardaga að ræða en niðurstaðan verður sú sama. Barão á stigum.

Aldo Lamas

1. UFC 169 – 1. febrúar, José Aldo vs. Ricardo Lamas (fjaðurvigt)

Það er nokkuð merkilegt að Dana White er farinn að tala um Barão og Chris Weidman sem bestu pund fyrir pund MMA bardagamenn í heimi á meðan Aldo er búinn að vera meistari síðan 2009. Eini hugsanlegi veikleiki hans er að hann verður stundum þreyttur en enginn hefur náð að nýta sér það til sigurs. Lamas er lítið þekktur en mjög hættulegur andstæðingur fyrir Aldo. Í síðustu þremur bardögum hans hefur Lamas sigrað Cub Swanson, Hatsu Hioki og Erik Koch. Hann er óhræddur og með drápseðlið sem þarf til að sigra mann eins og Aldo. Lamas hefur ekki barist síðan í janúar 2013 og hver veit hversu mikið hann hefur bætt sig á þeim tíma?

Spá: Lamas getur unnið en það erfitt að spá á móti Aldo. Hann finnur alltaf leið til að sigra og mun gera það líka núna. Aldo klárar Lamas í þriðju lotu með vel staðsettu sparki í höfuðið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular