Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent2015: Vinsælustu fréttir ársins

2015: Vinsælustu fréttir ársins

Þá er árinu 2015 lokið. Í þessum síðasta árslista okkar skoðum við mest lesnu fréttir ársins. Þetta var ansi viðburðarríkt ár og vonandi verður þetta ár jafn skemmtilegt í MMA heiminum.

jon jones

10. Kókaín kannski ekki eina vandamál Jones

Það vakti mikla athygli þegar upp komst um kókaínneyslu Jon Jones fyrr á árinu. Á lyfjaprófum hans kom hins vegar margt annað fram. Hlutfall testósteróns á móti epitestosteróni hjá Jones var mjög óeðlilegt sem bendir til að kókaín sé ekki það eina sem Jones var að taka. Svo lágt hlutfall testósteróns skýrist yfirleitt annað hvort af heilsufarsvandamáli (sem er ólíklegt í tilviki Jones, því hann er afburðaíþróttamaður) eða af því að líkaminn sé að venjast því að fá ekki utanaðkomandi testósterón.

árni ísaksson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

9. Árni Ísaksson: Ég er hættur (Fyrri hluti)

Ein af goðsögnunum í MMA á Íslandi tilkynnti í haust að hann væri hættur í MMA. Árni var í einlægu viðtali við okkur þar sem hann fór yfir farin veg og hlutverk sitt sem þjálfari bardagamanna framtíðarinnar. Tilkynningin kom ekki mörgum á óvart þar sem Árni hafði ekkert barist í rúm tvö ár.

Demian Maia
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

8. Demian Maia: Ég hef aldrei verið betri

Eftir bardaga Gunnars og Demian Maia hafði sá brasilíski ýmislegt að segja á blaðamannafundinum. Hann sagðist aldrei hafa verið betri og að Gunnar hefði verið mjög erfiður andstæðingur. Þá vonast hann eftir að fá titilbardaga eftir sigurinn en óvíst er hvort honum verði að ósk sinni.

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

7. Gunnar Nelson fékk Harley Davidson frá Dana White

Eftir sigur Gunnars á UFC 189 fór hann á fund með Dana White. „Dana var búinn að lofa mér að gefa mér Harley Davidsson hjól. Ég var bara að rukka hann um það,“ sagði Gunnar Nelson um fund sinn með Dana White. Gunnar hefur þó ekki enn fengið hjólið en vonast eftir að fá það fyrir sumarið.

conor mcgregor ripping dismantle

 

6. Myndband: Conor McGregor gerir allt vitlaust í Brasilíu

Conor McGregor var staddur í Brasilíu í mars þar sem fyrsti hlutinn af heimstúrnum fyrir UFC 189 hófst. Þar gerði hann allt vitlaust eins og honum einum er lagið.

gunnar nelson

5. Hvaða þýðingu hefur þessi sigur fyrir Gunnar?

Sigurinn gegn Thatch var afar glæsilegur og fyrir margra augu enda UFC 189 eitt stærsta bardagakvöld ársins. Við fórum aðeins yfir hvaða þýðingu sigurinn hafði en Gunnar var lítilmagni hjá veðbönkunum og margir sérfræðingar töldu að Thatch myndi sigra. Kannski verður sigurinn enn stærri síðar meir ef Thatch klífur upp metorðastigann í UFC eins og búist er við.

gunni maia

4. UFC 194: Gunnar Nelson gegn Demian Maia

Fyrir UFC 194 hituðum við vel upp fyrir bardaga Gunnars og Maia og skoðuðum styrkleika og veikleika Maia.

gunni eftir sigur

3. Hvernig sigraði Gunnar andstæðing sinn?

Eftir sigur Gunnars á Thatch fórum við vel yfir hvernig Gunnar fór að því að sigra bardagann. Gunnar las Thatch og kom inn með fléttuna á hárréttum tímapunkti.

conor mcgregor jose aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

2. Conor McGregor steinrotaði Jose Aldo eftir 13 sekúndur!

Það tók Conor McGregor aðeins 13 sekúndur að rota Jose Aldo eftir margra mánaða aðdraganda. Gríðarleg eftirvænting ríkti eftir bardaganum og kom þessi fljóti sigur eflaust mörgum á óvart.

Gunnar nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

1. Hvenær byrjar Gunnar í kvöld?

Það vill enginn klikka á að missa af Gunnari berjast. Fólk vill einfaldlega vita klukkan hvað bardaginn byrjar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular