spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2016

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2016

Árið 2015 er að baki og við getum bara vonað að 2016 verði jafn gott. Janúar er nokkuð góður í UFC þó lítið spennandi sé um að vera í minni bardagasamtökum. Bardaginn sem vermir fyrsta sæti listans er risastór og ætti að vera nóg til að halda MMA aðdáendum á tánum næstu vikurnar. Lítum yfir listann.

browne mitrione

10. UFC fight night 81, 17. janúar – Travis Browne gegn Matt Mitrione (þungavigt)
Travis Browne hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum sínum og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Hér mætir hann bardagamanni sem hann ætti að vinna en er þó talsvert hættulegur. Mitrione er stór og hraður og var búinn að vinna þrjá bardaga í röð áður en hann Ben Rothwell náði honum í „gogo“ hengingu síðastliðinn júní.

Spá: Allt getur gerst í þungavigt. Browne ætti að sigra en ég hef á tilfinningunni að Mitrione nýti þetta tækifæri og sigri með rothöggi í fyrstu lotu.

Sage-Northcutt-vs-Andrew-Holbrook

9. UFC on Fox 18, 30. Janúar – Sage Northcutt gegn Andrew Holbrook (léttvigt)
Hinn ungi og fjallmyndarlegi Sage Northcutt snýr aftur í sínum þriðija bardaga á fjórum mánuðum. Í þetta skipti mætir hann Andrew Holbrook. Ef þú ert eitt stórt spurningarmerki ertu ekki ein/n. Holbrook er 29 ára Bandaríkjamaður og ósigraður í 11 bardögum. Af 11 sigrum hefur aðeins einn þraukað allar loturnar en það var Ramsey Nijem sem sigraði 13. seríu af The Ultimate Fighter. Holbrook er sterkur glímumaður sem hefur unnið sjö bardaga með uppgjafartaki.

Spá: Þetta verður ekki auðvelt en segjum að Sage-vélin haldi afram sigurgöngu sinni. Tæknilegt rothögg í annarri lotu.

Cruickshank-Felder

8. UFC fight night 81, 17. janúar – Paul Felder gegn Daron Cruickshank (léttvigt)
Joe Silva virðist hafa gaman af að setja Paul Felder á móti öðrum skemmtilegum spörkurum. Felder þurfti að játa sig sigraðan gegn Edson Barboza og Ross Pearson en mætir hér Daron Cruickshank sem er taekwondo bardagamaður. Þessi ætti að verða flugeldasýning sama hvernig þetta endar.

Spá: Paul Felder rís úr öskunni og sigrar Cruickshank með fljúgandi hnésparki í fyrstu lotu, af hverju ekki?

Barnett-Rothwell

7. UFC on Fox 18, 30. janúar – Josh Barnett gegn Ben Rothwell (þungavigt)
Hér mætast tveir stórir með mikla reynslu. Josh Barnett átti flotta frammistöðu gegn Roy Nelson í hans síðasta bardaga og virðist eiga nóg eftir 38 ára gamall. Ben Rothwell er búinn að sigra þrjá í röð og fær litla virðingu líkt og Rodney Dangerfield.

Spá: Rothwell gæti rotað Barnett snemma, ef ekki mun ‘The Warmaster’ knýja fram sigur á stigum.

duffyvspoirier

6. UFC 195, 2. janúar – Dustin Poirier gegn Joseph Duffy (léttvigt)
Þetta átti að vera aðalbardagi kvöldsins í Dublin í október en þess í stað verður hann einn af allra fyrstu bardögum kvöldisins á morgun. Þetta er mjög áhugaverður bardagi sem mun segja okkur ýmislegt um hvar Joseph Duffy stendur. Komist hann í gegnum Dustin Poirier eru honum allir vegir færir.

Spá: Poirier reynist of stór biti. Poirer sigrar með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

johnson-bader

5. UFC on Fox 18, 30. janúar – Anthony Johnson gegn Ryan Bader (léttþungavigt)
Ryan Bader er ekki beint skemmtilegasti bardagamaður í heimi en Anthony Johnson er hins vegar ekki langt frá því. Þessi bardagi er mjög mikilvægur þar sem sigurvegarinn ætti að tryggja sér titilbardaga, þ.e. eftir bardaga Jon Jones og Daniel Cormier sem enn hefur ekki verið tilkynntur. Mun Bader nota glímuna og stjórna Johnson eða mun Johnson halda bardaganum standandi og ganga í skrokk á Bader?

Spá: Anthony Johnson verst fellum, refsar Bader og stoppar hann í annarri lotu.

Stipe-Miocic-Andrei-Arlovski

4. UFC 195, 2. janúar – Stipe Miocic gegn Andrei Arlovski (þungavigt)
Þessir jötnar eru skráðir númer tvö og þrjú á styrkleikalista UFC. Sigurvegarinn ætti því að gulltryggja sér titibardaga þegar Cain Velasquez og Fabricio Werdum hafa barist aftur. Það er erfitt að segja hvernig þessi fer en það verður að teljast ótrúlegt að Arlovski skuli vera svona nálægt titlinum sem hann tapaði árið 2006. Ekki gleyma að Arlovski hefur þegar sigrað núverandi meistara.

Spá: Þetta er þriggja lotu bardagi, Miocic sigrar naumlega á stigum.

anthonypettis-eddiealvarez

3. UFC fight night 81, 17. janúar – Anthony Pettis gegn Eddie Alvarez (léttvigt)
Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Anthony Pettis kemur til baka eftir erfitt tap gegn Rafael dos Anjos. Hér fær hann erfitt verkefni gegn fyrrum léttvigtarmeistara Bellator, Eddie Alvarez. Alvarez tapaði sínum fyrsta bardaga í UFC fyrir Donald Cerrone en náði sér á strik gegn Gilbert Melendez í hans síðasta bardaga. Hér fær hann gullið tækifæri til að stimpla sig rækilega inn í UFC.

Spá: Pettis kemur banhungraður til baka og klárar Alvarez með uppgjafartaki í fyrstu lotu.

ufc 195 lawler condit

 

2. UFC 195, 2. janúar – Robbie Lawler gegn Carlos Condit (veltivigt)
Stílar þessara tveggja nær gulltryggja góðan bardaga. Báðir eru reynsluboltar og það er hálf skrítið að þeir hafa ekki mæst áður. Robbie Lawler er óumdeildur meistari í veltivigt með sigri á mönnum eins og Johnny Hendricks og Rory MacDonald. Carlos Condit var WEC meistarinn, bráðabirgðarmeistari UFC og barðist gegn George St. Pierre um titilinn árið 2012. Er hans tími á toppnum kominn?

Spá: Báðir geta unnið en það er erfitt að spá gegn ríkjandi meistara. Lawler sigrar á stigum eftir klofinn úrskurð dómaranna.

Dillashaw-Cruz

1. UFC fight night 81, 17. janúar – T.J. Dillashaw gegn Dominick Cruz (bantamvigt)
Loksins er komið að því að Dominick Cruz berjist aftur um beltið sem var tekið af honum fyrir um tveimur árum síðan. Kappinn er búinn að vera ótrúlega óheppinn með meiðsli en vonandi er það allt saman að baki. Þessi bardagi mun svara ótal spurningum um báða aðila, ekki síst hvor er betri. Dillashaw vill sanna að hann sé verðugur meisari en Cruz vill sýna fram á að hann var alltaf bestur. Þetta verður rosalegt.

Spá: Dominick Cruz mun minna rækilega á sig og sigra sannfærandi á stigum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Sannarlega spennandi janúar en fyrir mér er þó Lawler vs. Condit nr. 1 þennan mánuðinn. Myndi líka klárlega hafa Albert Tumenov vs. Lorenz Larkin og Tarec Saffiedine vs. Jake Ellenberger á listanum frekar en t.d. Paul Felder vs. Daron Cruickshank og Dustin Poirier vs. Joseph Duffy. En auðvitað úr nógu að velja. Sem er gaman 🙂

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular