Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentRóleg stemning á blaðamannafundinum fyrir UFC 194

Róleg stemning á blaðamannafundinum fyrir UFC 194

Screen Shot 2015-12-09 at 22.39.21Blaðamannafundinum fyrir UFC 194 var að ljúka þar sem þeir Conor McGregor, Jose Aldo, Chris Weidman, Luke Rockhold, Frankie Edgar og Chad Mendes sátu fyrir svörum.

Blaðamannafundurinn var afskaplega rólegur. Conor McGregor var óvenju afslappaður sem og fáir aðdáendur í salnum. McGregor sagðist vera í „zen-hugarástandi“ og var ekki einu sinni í glænýjum jakkafötum heldur stuttermabol.

Flestar spurningar beindust að Conor McGregor og Jose Aldo. Aðspurður hvenær McGregor muni klára Aldo sagði Conor að bardaginn yrði búinn í fyrstu lotu – sér í vil.

„Ég er rólegur, ískaldur, vægðarlaus og tilbúinn til að yfirbuga andstæðinginn fyrir framan mig,“ sagði McGregor í rólegum tóni.

Það hafa verið orðrómar þess efnis að Jose Aldo ætli að hætta eftir bardagann um helgina en Aldo þvertók fyrir þann orðróm.

Í nýjasta UFC 194 Embedded þættinum kvaðst McGregor vera með njósnara í herbúðum Aldo. McGregor var spurður nánar út í þau ummæli og hvort þetta væri satt. McGregor var stuttorður og sagði einfaldlega „já!“

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

Hérna má sjá „Face-off“ hjá bardagamönnunum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular