spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bardagar sem við viljum sjá á árinu

Föstudagstopplistinn: 10 bardagar sem við viljum sjá á árinu

Árið 2015 er gengið í garð en í Föstudagstopplista dagsins skoðum við þá tíu bardaga sem við viljum sjá á árinu.

Rhonda-Rousey-4-Horseman

10. Ronda Rousey gegn Bethe Correia

Correia er númer átta á styrkleikalista UFC en hún er búin að rífa mikið kjaft og berja tvær af vinkonum Rousey úr „The Four Horsemen“, þ.e. Jessamyn Duke og Shayna Baszler. Rousey verður að þagga niður í henni og við viljum sjá það.

Rory-MacDonald

9. Hector Lombard gegn Rory MacDonald

Á meðan Robbie Lawler og Johny Hendricks berjast aftur og aftur standa upp úr tveir menn sem vilja fá næsta tækifæri til berjast um titilinn. MacDonald velur kannski að bíða en það væri synd þar sem tímasetningin er fullkomin fyrir bardaga á milli þessara tveggja.

maia

8. Gunnar Nelson gegn Demian Maia

Þetta er bardagi sem marga hefur dreymt um. Gunnar og Demian eru tveir bestu jiu-jitsu kapparnir í veltivigt og nú gæti loksins verið komið að því að við fáum að sjá þá takast á.

rockhold machida

7. Luke Rockhold gegn Lyoto Machida

Þessir tveir eru í toppbaráttunni í millivigt og tveir frábærir sparkarar. Það var tilkynnt í gær að þeir munu berjast 18. apríl á Fox. Þetta er sannkallaður draumabardagi.

Cain Werdum

6. Cain Velasquez gegn Fabricio Werdum

Þið þekkið söguna. Þessi tveir áttu að berjast á síðasta ári, Cain meiddist og Werdum varð „interim“ meistari. Nú verður Velasquez að tjasla sér saman og taka þennan slag.

cruz-dillashaw

5. T.J. Dillashaw gegn Dominick Cruz

Við áttum að fá þennan bardaga næst en því miður er Cruz aftur meiddur. Við verðum því að bíða og vona og hugsanlega gæti Cruz komið til baka seint á árinu.

Khabib-Nurmagomedov

4. Anthony Pettis gegn Khabib Nurmagomedov

Allir eru sammála um að sá sem á mestan möguleika á að sigra meistarann er Nurmagomedov. Nú er kominn tími til að við fáum úr þessu skorið.

gustafson_jones_cormier

3. Jon Jones gegn Alexander Gustafsson

Við erum búin að sjá Jon Jones berjast við Alexander Gustafsson áður en fyrri bardaginn var frábær og við viljum sjá þá mætast aftur. Takist Gustafsson að sigra Johnson í janúar er kominn tími til að Gustafsson fái annað tækifæri á meistaranum. Það gæti þó verið langt í að Jones berjist aftur.

souza
Souza neglir Okami

2. Chris Weidman gegn Jacare Souza

Weidman berst næst við Vitor Belfort en næstur á lista er krókódíllinn sjálfur, Ronaldo “Jacare” Souza. Mögulega berst Souza first við Luke Rockhold en báðir væru flottir andstæðingar fyrir Weidman.
aldo-mcgregor

1. Conor McGregor gegn José Aldo

Við höfum beðið og beðið. Það er ljóst að þessi bardagi verður settur saman ef Conor tekst að sigra Dennis Siver svo nú er bara að krossleggja fingur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular