Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaMeiðslasaga andstæðinga Gunnars

Meiðslasaga andstæðinga Gunnars

Miklar sviptingar áttu sér stað í gær á UFC 189 bardagakvöldinu. John Hathaway er meiddur og tekur Brandon Thatch hans stað. Þetta er í fjórða sinn sem upprunalegi andstæðingur Gunnars dettur út. Af því tilefni ætlum við að kíkja á meiðslasögu andstæðinga Gunnars í UFC.

Fyrsti UFC bardagi Gunnars fór fram í september 2012 og átti Gunnar fyrst að mæta Þjóðverjanum Pascal Krauss. Skömmu fyrir bardagann meiddist Krauss og því þurfti að finna nýjan andstæðing. Bandaríkjamaðurinn Rich Attonito bauðst til þess að taka bardagann en hætti svo við sólarhring síðar. Attonito taldi sig hvorki geta náð 170 punda veltivigtartakmarkinu né 175 punda hentivigtarþyngdinni (e. catchweight). Eftir að Attonito hætti við var samningi hans við UFC rift.

Bandaríkjamaðurinn Damarques Johnson bauðst til að taka bardagann. Daginn sem vigtunin átti að fara fram sagðist Johnson ekki geta náð 170 punda takmarkinu og því var bardaganum breytt í 175 punda hentivigt. Johnson var aftur á móti langt yfir 175 pundunum og var 183 pund á vigtinni. Það hafði engin áhrif á Gunnar sem sigraði Johnson með hengingu í fyrstu lotu.

Næsti bardagi átti að fara fram í London í febrúar 2013. Upphaflega átti Gunnar að mæta Justin Edwards en Edwards gat ekki keppt sökum meiðsla. Í hans stað kom reynsluboltinn Jorge Santiago sem Gunnar sigraði eftir dómaraákvörðun.

Í maí 2013 átti Gunnar að mæta Mike Pyle í Las Vegas en í þetta sinn meiddist Gunnar og gat hann því ekki keppt.

Í mars 2014 átti Gunnar að mæta Rúsanum Omari Akhmedov en í þetta sinn meiddist enginn og sigraði Gunnar Rússann eftir hengingu í fyrstu lotu.

Næst átti Gunnar að mæta Ryan LaFlare í næstsíðasta bardaganum á bardagakvöldi í Dublin. Enn á ný meiddist andstæðingur Gunnars en í stað LaFlare kom Zak Cummings. Gunnar sigraði Cummings með hengingu í 2. lotu.

Gunnar fékk stórt tækifæri er hann fékk að vera í aðalbardaganum á bardagakvöldi í Stokkhólmi gegn Rick Story. Enginn meiddist í þetta sinn og sigraði Story eftir dómaraákvörðun.

Á UFC 189 átti Gunnar upphaflega að mæta John Hathaway en eins og við greindum frá í gær getur hann ekki barist. Í hans stað kemur Brandon Thatch.

Við skulum vona að þessari meiðslasögu andstæðinga Gunnars fari að ljúka brátt. Það sem mestu skiptir þó er að Gunnar sé heill og geti barist á UFC 189 þann 11. júlí.

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular