spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í mars 2015

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í mars 2015

MMA aðdáendur eru enn að jafna sig eftir 14 sekúndna neistaflug Rondu Rousey en það er komið að því að líta fram á við. Í mars eru til að mynda tvö UFC, eitt Bellator kvöld, eitt WSOF kvöld og eitt ONE FC kvöld. Besta bardagakvöld mánaðarins er án efa UFC 185 en fimm bardagar á því kvöldi komust á listann. Lítum á það helsta sem stendur upp úr.

thiago-silva10. WSOF 19, 28. mars – Thiago Silva gegn Matt Hamill 2 (léttþungavigt)

Thiago Silva barðist síðast í október árið 2013. Þá sigraði hann Matt Hamill á stigum í UFC en nú munu kapparnir mætast aftur í lok mánaðar. Þetta verður fyrsti bardagi beggja síðan fyrri bardaginn fór fram. Síðan þá hefur ýmislegt gerst í lífi Silva eins og MMA Fréttir hafa fjallað um en eftir að hafa verið handtekinn fyrir líkamsárás var hann rekinn úr UFC. Hann var svo sýknaður af tæknilegum ástæðum þegar fyrrverandi eiginkona hans flúði landið. Hann var svo ráðinn aftur í UFC í nokkra daga en rekinn strax aftur þegar allt varð vitlaust.

Spá: Thiago Silva sigrar aftur á stigum.

warren9. Bellator 134, 27. mars – Joe Warren gegn Marcos Galvao (bantamvigt)

Þessir tveir börðust áður í Bellator 41 þar sem Joe Warren sigraði eftir úrskurð dómaranna. Síðan þá hefur Joe Warren tapað titlinum í fjaðurvigt en unnið hann aftur í bantamvigt. Hann er 38 ára gamall en hefur unnið fimm bardaga í röð og virðist ekkert vera að hægja á sér. Marcos Galvao er ekki mikið þekktur en hann er þriðju gráðu svartbeltingur í jiu-jitsu undir André Pederneiras og æfir í hinu þekkta teymi Nova Uniao með Renan Barao og José Aldo.

Spá: Þetta verður erfiður bardagi fyrir báða en glímustyrkur Joe Warren tryggir honum sigur á stigum.

darius8. UFC 185, 14. mars – Daron Cruickshank gegn Beneil Dariush (léttvigt)

Beneil Darius, sem kemur frá Alsír en býr í Bandaríkjunum, hefur nú sigrað þrjá af fjórum andstæðingum sínum í UFC. Hann mætir hér sínum erfiðasta andstæðingi til þessa. Daron Cruickshank hefur barist tíu sinnum í UFC og virðist alltaf verða betri og betri. Hans stærsti sigur var sennilega þegar hann rotaði Erick Koch í fyrstu lotu í fyrra.

Spá: Beneil Dariush kemur öllum á óvart og sigrar með uppgjafartaki í fyrstu lotu.

shinobi7. Shinobi War 4, 7. mars – Birgir Tómasson gegn Gavin Hughes (léttvigt)

Næstu helgi fer fram þessi spennandi titilbardagi í Liverpool í Englandi. Hinn höggþungi Birgir Tómasson úr Mjölni mætir reyndari andstæðingi, Gavin Hughes. Báðir eru ósigraðir svo annar mun þurfa að sætta sig við fyrsta tapið á ferlinum.

Spá: Gavin Hughes verður ekki auðveld bráð en Birgir rotar hann í annarri lotu.

ErickSilvaSaunders

6. UFC Fight Night 62, 21. mars – Erick Silva gegn Ben Saunders (veltivigt)

Þetta er mjög áhugaverður bardagi á milli ólíkra bardagamanna. Erick Silva er einn sá skemmtilegasti í veltivigt. Hann er banvænn „striker“ með svart belti í bæði jiu-jitsu og júdó. Ben Saunders er ekki eins góður standandi en hann er líka með svart belti í jiu-jitsu og er orðinn mjög góður í „rubber guard“ kerfi Eddie Bravo eins og sást þegar hann kláraði Chris Heatherly með omaplata í ágúst síðastliðinn.

Spá: Ben Saunders á eftir að standa í Erick Silva en að lokum verður það Erick Silva sem sigrar á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

Esparza_Jedrzejczyk_UFC_1855. UFC 185, 14. mars – Carla Esparza gegn Joanna Jędrzejczyk (strávigt)

Fyrsta titilvörn Carla Esparza verður á móti hinni ósigruðu Joanna Jędrzejczyk frá Póllandi. Sú pólska á erfitt verk fyrir höndum þar sem meistarinn er sterk glímukona sem sigraði The Ultimate Fighter með miklum yfirburðum.

Spá: Carla Esparza sigrar sannfærandi á stigum.

demian-maia-e-ryan-laflare4. UFC Fight Night 62, 21. mars – Demian Maia gegn Ryan LaFlare (veltivigt)

Báðir þessir voru mögulegir andstæðingar fyrir Gunnar Nelson en fá þess í stað að mæta hvor öðrum. Báðir þessir kappar eru sterkir glímumenn, Demian Maia með sinn jiu-jitsu bakgrunn og Ryan LaFlare sem er fyrrverandi fylkismeistari í ólympískri glímu.

Spá: Spurningin hér er hvort að Ryan LaFlare geti gert það sama og Jake Shields á móti Demian Maia. Við segjum já, Ryan LaFlare sigrar á stigum.

nels reem3. UFC 185, 14. mars – Roy Nelson gegn Alistair Overeem (þungavigt)

Það er hægt að gagnrýna báða þessa menn í allan dag og alla nótt en það mun enginn vilja missa af þessum bardaga. Sennilega mun hvorugur berjast um titil í nánustu framtíð en líkur eru á annar muni falla með eftirminnilegum hætti.

Spá: Alistair Overeem er tæknilega betri en líkur eru á að Roy Nelson komi inn einni bombu og það er allt sem þarf. Roy Nelson sigrar á rothöggi í annarri lotu.

johny-hendricks-matt-brown-poster2. UFC 185, 14. mars – Johny Hendricks gegn Matt Brown (veltivigt)

Þetta er rosalegur bardagi á milli tveggja af þeim allra hörðustu í veltivigt. Hér er fyrrverandi meistarinn Johny Hendricks að mæta Matt Brown sem var búinn að vinna sjö bardaga áður en Robbie Lawler sigraði hann á stigum eftir fimm lotu stríð í júlí á síðasta ári.

Spá: Pain….og Johny Hendricks sigrar á stigum.

pettis rda1. UFC 185, 14. mars – Anthony Pettis gegn Rafael dos Anjos (léttvigt)

Það er gaman að Anthony Pettis skuli vera að berjast aftur aðeins þremur mánuðum eftir frábæran sigur á Gilbert Melendez. Meiðsli hafa haldið aftur af ferli hans en þau vandræði eru vonandi að baki. Hér mætir hann mjög erfiðum andstæðingi sem hefur unnið átta af síðustu níu bardögum. Rafael dos Anjos er bardagamaður sem er auðvelt að vanmeta en það má ekki gleyma að hann hefur nú sigrað Ben Henderson, Donald Cerrone og Nate Diaz. Hann er alhliða góður bardagamaður en grunnur hans er í jiu-jitsu á meðan Anthony Pettis byrjaði í Taekwondo.

Spá: Rafael dos Anjos mun reyna sitt besta og ógna meistaranum á köflum en að lokum gerir hann mistök og Anthony Pettis refsar grimmilega með vel staðsettu sparki sem gerir út af við bardagann í þriðju lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular