spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða2014: Stærstu fréttir ársins

2014: Stærstu fréttir ársins

Árið er senn á enda og á næstu dögum munum við útnefna bestu rothögg ársins, bestu uppgjafartök ársins, bestu bardaga ársins, bardagamenn ársins og svo stærstu fréttir ársins. Í dag rifjum við upp helstu fréttir á árinu sem er að líða.

Árið var viðburaríkt og af nógu er að taka. Fyrir okkur Íslendinga stendur upp úr bardagi Gunnars Nelson við Rick Story og mikill uppgangur annarra bardagamanna úr Mjölni sem eiga framtíðina fyrir sér.  Úti í heimi var ýmislegt sem rak á fjöru blaðamanna, lítum yfir það helsta.

10. Strávigt kvenna í UFC

Á árinu var nýjum þyngdarflokki bætt við í UFC. 115 punda konur hófu innrás sína í The Ultimate Fighter sem endaði með krýningu nýs UFC meistara, Carla Esparza.

9. Conor McGregor verður súperstjarna

Conor McGregor snéri aftur í júlí eftir erfið meiðsli. Hálft ár dugði honum hins vegar til að verða ein stærsta MMA stjarna í heimi. Hann afgreiddi Diego Brandao með stæl í Dublin og kláraði Dustin Poirier í fyrstu lotu í Las Vegas. Sigri hann Dennis Siver í janúar er mjög líklegt að við fáum að sjá hann í titilbardaga á næsta ári.

conor

8. Scott Coker tekur við Bellator

Bellator hefur frá upphafi verið rekið með harðri hendi af Bjorn Rebney. Það kom því flestum mjög á óvart að frétta að Rebney væri hættur og í hans stað væri kominn fyrrverandi forseti Strikeforce, Scott Coker. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig Coker hyggst breyta rekstrinum en hann hefur þegar lagt niður útsláttarkeppnirnar sem voru eitt helsta einkenni Bellator.

Nýr stjóri og stefnubreyting í Bellator

7. CM Punk ráðinn í UFC en Ben Askren ekki

CM Punk er kannski ekki þekktur á Íslandi en hann er gríðarlega stórt nafn í Bandaríkjunum, enda WWE stjarna. Líkt og Brock Lesnar ætlar Punk að láta reyna á MMA þó svo að hann hafi enga reynslu íþróttinni. Það þótti því hræsni af UFC að ráða hann til starfa þegar hinn ósigraði og fyrrverandi Bellator meistari, Ben Askren, þótti ekki nógu reyndur til að fá samning. Þessi atburðarrás undirrstrikar muninn á MMA og flestum öðrum íþróttum. Skemmtanagildið er í fyrsta sæti.

UFC semur við fjölbragðaglímukappann CM Punk

lesnar-punk

6. War Machine réttarhöldin

Fyrrverandi UFC og Bellator bardagamaður Jonathan Paul Koppenhaver, betur þekktur sem War Machine, var mikið í fréttum á árinu. Koppenhaver er sakaður um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína, Christy Mack, með hrottalegum hætti. Hann var handtekinn í ágúst og reyndi í kjölfarið að fremja sjálfsmorð í fangelsisklefa. Réttarhöldin halda áfram í febrúar.

War Machine flýr sjö handtökuskipanir eftir grófa líkamsárás

war_Mach

5. Fyrsta tap Gunnars

Tap Gunnars Nelson gegn Rick Story í október var kannski ekki stórfrétt úti í heimi en hér á Íslandi var þetta stærsti MMA viðburður ársins. Bardaginn á móti Story var jafn en flestir voru sammála um að Gunnar hefði tapað þremur af fimm lotum. Þetta er bardagi sem Gunnar mun læra mikið af og koma þeim mun sterkari til baka.

UFC Stockholm: Gunnar Nelson tapar eftir klofna dómaraákvörðun

nelsinn

4. Lyfjanotkun bindur enda á feril Wanderlei Silva og Chael Sonnen

Silva og Sonnen áttu að berjast á UFC 175 á árinu. Eftir að hafa flúið lyfjapróf var Silva hins vegar sektaður og dæmdur í ævilangt bann frá íþróttinni, eitthvað sem hefur aldrei áður verið gert. Stuttu síðar, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í tvígang, tilkynnti Sonnen að hann væri hættur að keppa í MMA fyrir fullt og allt. Lyfjanotkun er stórt vandamál í MMA og sennilega verða Silva og Sonnen ekki þeir síðustu til að falla í freistni og borga hátt gjald fyrir.

3. Lögsóknin

Núna í desember var tilkynnt að UFC yrði lögsótt fyrir gríðarlegar fjárhæðir af fyrrum bardagamönnum. UFC er sakað um einokun og að nota ímynd bardagamanna í gróðaskyni án þess að greiða fyrir það, t.d. í tölvuleikjum. Jon Fitch, Cung Le, Nate Quarry, Pablo Garza og Brandon Vera eru á meðal þeirra sem að baki lögsókninni standa. Búist er við að fleiri muni bætast í hópinn á næstu mánuðum.

Kæran á hendur UFC opinberuð

2. Reebok samningurinn

Nýlega var tilkynnt um stóran samning við fyrirtækið Reebok um búninga og styrktaraðila fyrir UFC bardagamenn. Samningurinn mun hafa miklar afleiðingar fyrir núverandi styrktaraðla, umboðsmenn og bardagamenn. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig greiðslur munu ganga fyrir sig en vitað að er þeir sem eru efst á styrkleikalista munu fá mest.

UFC fær einkennisbúninga frá Reebok árið 2015

1. Jon Jones og Daniel Cormier berjast á blaðamannafundi

Jones og Cormier munu berjast 3. janúar en upphaflega áttu þeir að berjast á UFC 178 í september. Á blaðamannafundi fyrir bardagakvöldið varð hins vegar allt vitlaust þegar Jones ögraði Cormier með þeim afleiðingum að úr varð smá bardagi uppi á sviði.

Myndband: Jon Jones og Daniel Cormier slógust á blaðamannafundi

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular